Grafísk hönnun Borgarholtsskóla 2021

Lokasýning útskriftarnema í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla var haldin dagana 19. – 21. maí síðastliðinn í Borgarbókasafninu í Spönginni. Alls sýndu 10 nemendur lokaverkefni sín og ferilmöppur sem unnin voru í verkstæðisáfanga á lokaári undir leiðsögn Ara Halldórssonar, Kristínar Maríu Ingimarsdóttur og Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur.

Öll verkin á sýningunni, ásamt ferilmöppum nemendanna, er að finna á þessari vefsíðu. Vefsíðan kallast Gallerí 208 sem er númerið á kennslustofunni þar sem lokaárið hefur jafnan aðsetur. 

Eitt af verkefnum vetrarins var að gera tillögu að plakati fyrir lokasýninguna og kom það í hlut Söru Sóleyjar Ómarsdóttur að fullvinna þá tillögu sem hér má sjá.

Útskriftarnemendur í grafískri hönnun ásamt kennurum. Frá vinstri eru Kristín María Ingimarsdóttir, Ari Halldórsson, Ragnheiður Hrönn Þórðardóttir, Stefán Atli Gunnarsson, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Fannar Freyr Bergsson, Ómar Smári Sigurgeirsson, Sara Sóley Ómarsdóttir, Hildur Högna Önnudóttir, Tómas Torrini, Gísli Ingólfsson, Elín Aspelund Georgsdóttir og Deividas Kaubrys.