Haukur Ingi Tómasson

Frumvitund
Veggspjöld, 2020.
Teiknað á blað og unnið í Photoshop.
Hvert veggspjald er af einni æðri veru og endurspeglar grunnþætti lífsins. 

Ropapae flýtur um nálægt miðju vetrarbrautarinnar á moldarþúfu og skapar líf. Hann stendur fyrir líf, list, frið og sköpunargleði. Form hans er líkt og reipi með augu og hendur, allt vafið í hvítan kufl.

Mayarda ferðast um allt og heyr stríð við óreglu og illsku. Hún endurspeglar röð, reglu, stríð og réttlæti. Form hennar er tvíeygt og er vopnað kínverskri wushu öxi.

Das er undirstaða ástar í alheiminum. Hann endurspeglar ást, samúð, kærleika og samkennd. Das er formlaus litríkur massi sem er til alls staðar í heiminum. Þegar hann kemur saman í eitt form lítur hann út eins og pollur með síbreytileg augu og munna. 

Shpong er til á vídd handan okkar skilnings. Hann endurspeglar visku, æðri vitund, tengingu við raunveruleikann, náttúru og sjón. Shpong er í formi seiðkarls með mörg augu sem líta í allar áttir. Hann heldur á súpu fyrir alla fjölvíddarferðalanga sem verða á vegi hans. 

Ropapae
Mayarda
Shpong
Das